Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 182 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Eyja Margrét Brynjarsdóttir rannsakað?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir er prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar á síðustu árum hafa verið innan félagslegrar heimspeki, einkum félagslegrar frumspeki og félagslegrar þekkingarfræði, auk femínískrar heimspeki. Meðal annars hefur hún fengi...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað?

Gyða Margrét Pétursdóttir er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er þeirrar skoðunar að hið persónulega sé afsprengi þess samfélags sem við lifum og hrærumst í og sé því bæði pólitískt og fræðilegt viðfangsefni. Gyða hefur í rannsóknum sínum leitað svara við persónulegum viðfangsefnum sem eru þá jafnf...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Ása Ólafsdóttir stundað?

Ása Ólafsdóttir er prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hún er meðal annars formaður óbyggðanefndar, varadómari við EFTA-dómstólinn, ritstjóri Lagasafns, situr í réttarfarsnefnd og í nefnd um dómarastörf. Ása er einnig virk í s...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Ólafsdóttir rannsakað?

Sigrún Ólafsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún beint sjónum að heilsu, geðheilsu, ójöfnuði, stjórnmálum og menningu. Sigrún hefur skoðað sérstaklega hvernig stærri samfélagslegir þættir, svo sem velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið, hafa áhrif á líf einstaklinga, ti...

Nánar

Háskólalestin með vísindaveislu á Vestfjörðum

Háskólalestin fór á norðanverða Vestfirði í maí 2017. Vísindaveisla var haldin á Suðureyri laugardaginn 20. maí og þar fengu gestir meðal annars að spreyta sig á ýmsum gátum og þrautum. Mæðgurnar Petra og Kristey voru þær einu sem náðu að leysa allar þrautirnar og óskar Vísindavefurinn þeim innilega til hamingju m...

Nánar

Hvað hétu foreldrar Maríu meyjar og átti hún fleiri börn en Jesú?

Það er ekki margt vitað með vissu um ætt Maríu meyjar. Í Nýja testamentinu eru engar upplýsingar um hvar eða hvenær María hafi verið fædd né heldur er foreldra hennar getið. Í guðspjöllunum er María ávallt kynnt sem móðir Jesú. María var eiginkona Jósefs. Í fornöld var litið svo á að giftar konur tilheyrðu ætt ...

Nánar

Vísindavefur HÍ og RÚV stofna til samstarfs um vísindamann vikunnar

Vísindavefur HÍ og RÚV stofna í dag til samstarfs um vísindamann vikunnar. Næstu tvo mánuði verða vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni, á dagskrá á mánudögum í þættinum Samfélagið á Rás 1. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindaféla...

Nánar

Úr hverju er varalitur búinn til?

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...

Nánar

Hver er saga hirðfífla?

Í Snöru má finna skilgreiningu á hirðfífli: trúður, maður sem skemmtir hirðfólki með skrípalátum. Hægt er að rekja sögu hirðfífla allt aftur til Forn-Egypta, eða til fimmtu keisaraættar Egyptalands sem var við völd frá 2494-2345 f.Kr. Á þeim tíma voru Pygmýar frá Afríku vinsælir sem hirðfífl. Þá voru hirðfífl vi...

Nánar

Til hvers þurfum við tær?

Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...

Nánar

Hvernig er lífið eftir ragnarök?

Ragnarökum er lýst í Völuspá og Snorra Eddu. Þau eru einnig nefnd ragnarökkur og eru eins konar heimsendir. Í Völuspá segir meðal annars að sól og tungl verði gleypt af úlfum, stjörnur hverfi af himninum, jörð mun skjálfa og allt ferst í eldi, bæði heimur goða og manna. Í ragnarökum losnar Fenrisúlfur úr fjötru...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir rannsakað?

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er rannsóknasérfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Guðbjörg Ásta hefur brennandi áhuga á því hvernig líffræðilegur fjölbreytileiki verður til og hvernig líffræðilegur breytileiki til dæmis í atferli, vistnýtingu og arfgerðum skiptist á milli tegund...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Gunnþóra Ólafsdóttir stundað?

Gunnþóra Ólafsdóttir er landfræðingur og forstöðumaður rannsókna- og tölfræðisviðs Ferðamálastofu. Sérsvið hennar er náttúrutengd ferðamennska með áherslu á aðdráttarafl náttúrunnar fyrir ferðamennsku og útivist, atferli ferðamanna, náttúrutengsl og fyrirbærafræði upplifunar, og samspil umhverfis, líðanar og heils...

Nánar

Fleiri niðurstöður